Reece James, leikmaður Chelsea, var ekki með liðinu í dag gegn Manchester United.
James er einn mikilvægasti leikmaður Chelsea en hann er frá vegna hnémeiðsla og missir líklega af HM.
Hárgreiðsla James í stúkunni vakti heldur betur athygli í dag en hann ákvað að lita hár sitt grænt.
Sjón er sögu ríkari.