Franska goðsögnin Franck Ribery hefur lagt skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril sem leikmaður.
Ribery er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern Munchen en hann spilaði fyrir þá þýsku í heil 12 ár.
Þar vann Ribery Bundesliguna alls níu sinnum og fagnaði einnig sigri í Meistaradeild Evrópu.
Ribery staðfesti það sjálfur í gær að hann væri hættur 39 ára að aldri eftir dvöl hjá Salernitana á Ítalíu.
Ribery lék 81 landsleik fyrir Frakkland á ferlinum og skoraði í þeim 16 mörk.