Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, er fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Goal.com birti í dag lista yfir fljótustu leikmenn deildarinnar en Nunez mældist á 36,5 kílómetra hraða gegn Fulham.
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, er í öðru sæti og þar á eftir kemur Diogo Dalot, bakvörður Manchester United.
Metið er í eigu Kyle Walker, leikmanns Manchester City, en hann mældist á 37,8 kílómetra hraða árið 2019.
Allan Saint Maximin hjá Newcastle kemst einnig á topp fimm sem og Jack Stacey hjá Bournemouth.