Erling Haaland komst að sjálfsögðu á blað fyrir Manchester City í dag sem mætti Brighton á Etihad vellinujm í Manchester borg.
Haaland er markahæsti leikmaður ensku deildarinnar og skoraði tvö mörk er Englandsmeistararnir fögnuðu sigri.
Leandro Trossard tókst að laga stöðuna í 2-1 fyrir Brighton en Kevin de Bruyne innsiglaði síðar sigur heimamanna.
Á sama tíma áttust við Everton og Crystal Palace þar sem það fyrrnefnda vann afar góðan sigur.
Everton lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með 3-0 sigri og var að vinna sinn fyrsta leik eftir þrjú töp í röð.
Man City 3 – 1 Brighton
1-0 Erling Haaland(’22)
2-0 Erling Haaland(’43, víti)
2-1 Leandro Trossard(’53)
3-1 Kevin de Bruyne(’75)
Everton 3 – 0 C. Palace
1-0 Dominic Calvert Lewin(’11)
2-0 Anthony Gordon(’63)
3-0 Dwight McNeil(’84)