Forest 1 – 0 Liverpool
1-0 Taiwo Awoniyi(’55)
Liverpool fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Nottingham Forest.
Aðeins eitt mark var skorað á heimavelli nýliðana og það gerði Taiwo Awoniyi, fyrrum leikmaður Liverpool.
Gestirnir voru mjög sóknarsinnaðir í leiknum en Dean Henderson í marki Forest átti stórleik.
Liverpool er enn í sjöunda sæti deildarinnar og er níu stigum frá toppnum.
Forest var að vinna sinn annan leik í deildinni og er með níu stig í næst neðsta sætinu.