Chelsea 1 – 1 Man Utd
1-0 Jorginho(’87, víti)
1-1 Casemiro(’94)
Stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Manchester United heimsótti þá Chelsea á Stamford Bridge.
Það var boðið upp á dramatík í London en viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli.
Chelsea komst yfir á 87. mínútu í kvöld er Ítalinn Jorginho skoraði úr vítaspyrnu og virtist það lengi ætla að duga.
Chelsea var með forystuna alveg þar til á 94. mínútu í uppbótartíma er Casemiro skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man Utd.
Casemiro kom til Rauðu Djöflana frá Real Madrid í sumar og reyndist bjargvættur liðsins í kvöld með þessu marki.