Chelsea er nú aftur að skoða það að fá til sín stórstjörnuna Cristiano Ronaldo sem spilar með Manchester United.
Þetta kemur fram í frétt Sunday World í kvöld en blaðamaðurinn Kevin Palmer greinir frá.
Ronaldo reyndi ítrekað að komast burt frá Man Utd í sumar en án árangurs og er nú ekki í myndinni hjá Erik ten Hag.
Ronaldo er í kuldanum eftir að hafa neitað að koma inná gegn Tottenham í vikunni og fer líklega í janúar.
Samkvæmt þessum fregnum er Chelsea að íhuga að reyna við Ronaldo í janúar en Thomas Tuchel vildi ekki fá hann í sumar.
Tuchel er nú farinn og tók Graham Potter við taumunum og er hann mögulega opinn fyrir því að semja við þennan 37 ára gamla leikmann.