Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er flautað er til leiks klukkan 16:30 á Stamford Bridge.
Manchester United heimsækir þá Chelsea en aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Cristiano Ronaldo er ekki með Man Utd í dag en hann fær ekki að æfa með aðalliði félagsins eftir síðasta leik gegn Tottenham.
Portúgalinn neitaði þar að koma inná sem varamaður í sigrinum og er líklega á förum í janúarglugganum.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Chalobah, Silva, Cucurella, Chilwell, Jorginho, Loftus-Cheek, Mount, Sterling, Aubameyang.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Antony, Fernandes, Sancho, Rashford.