Karim Benzema er besti framherji í sögu Frakklands að sögn goðsagnarinnar Zinedine Zidane.
Benzema var nýlega valinn besti leikmaður heims og fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í fyrsta sinn á ferlinum.
Frakkland hefur átt marga góðar sóknarmenn í gegnum tíðina en að mati Zidane er Benzema sá besti.
Benzema og Zidane þekkjast vel en þeir unnu lengi vel saman hjá Real Madrid.
,,Besti framherji í sögu fótboltans í Frakklandi? Allir eiga sinn uppáhalds leikmann. Sumir segja Jean-Pierre Papin og aðrir tala um Michel Platini,“ sagði Zidane.
,,Að mínu mati er það Karim, já. Ég hef verið í kringum hann og veit hversu góður hann er. Hann á skilið að vera ofarlega á öllum listum.“
,,Ég vona að hann geti haldið þessu áfram og náð í met í langan tíma. Hann getur komist jafnvel hærra.“