Ricardo Pepi er nafn sem einhverjir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann var um tíma talin helsta vonarstjarna Bandaríkjanna.
Pepi er efnilegur leikmaður og vakti fyrst athygli með FC Dallas í MLS-deildinni og síðar á lánssamningi hjá North Texas.
Framherjinn fékk tækifæri á að semja í þýsku Bundesligunni fyrr á þessu ári og gerði samning við Augsburg.
Pepi stóðst alls ekki væntingar hjá Augsburg og skoraði ekki eitt mark í 16 leikjum fyrir félagið.
Á þessu tímabili var Pepi lánaður til Groningen í Hollandi og hefur minnt á sig er hann fær tækifæri.
Pepi er búinn að spila sex leiki fyrir Groningen í efstu deild Hollands og er með fimm mörk sem er afar góður árangur.
Hann gerir sér vonir um að komast á HM í næsta mánuði er flautað verður til leiks í Katar.