Það er ekki vilji miðjumannsins Jorginho að ganga í raðir Barcelona næsta sumar er hann verður samningslaus.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins Joao Santos, en Jorginho ræddi við Barcelona í sumar og var ekki langt frá því að semja á Spáni.
Chelsea vildi hins vegar alls ekki losna við Ítalann sem verður samningslaus 2023 og má ræða við önnur félög í janúar.
Santos hefur þó staðfest það að Chelsea sé í fyrirrúmi hjá Jorginho og að hann vilji skrifa undir framlengingu frekar en eitthvað annað.
,,Við verðum samningslausir í júní og Chelsea er númer eitt hjá okkur og við stefnum á það,“ sagði Santos.
,,Hitt sem Jorginho er að hugsa um er að standa sig vel með ítalska landsliðinu.“