Ummæli Jamie Carragher um Lisandro Martinez frá því í byrjun tímabils líta nú ansi illa út.
Martinez gekk í raðir Manchester United frá Ajax í sumar. Hann er að upplagi miðvörður, þrátt fyrir að vera aðeins um 1,75 metrar á hæð.
Þrátt fyrir það hefur Martinez gengið vel að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og heillað marga.
Carragher, sem er sparkspekingur á Sky Sports, hafði ekki mikla trú á Martinez fyrir tímabil.
„Ég er viss um að Martinez getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Carragher í ágúst.
Það er óhætt að segja að Martinez hafi þaggað niður í efasemdaröddum það sem af er þessari leitkíð.
United situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig. Frammistaða liðsins undir stjórn Erik ten Hag verður sífellt betri.