fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Tveir miðjumenn í heimsklassa á óskalista Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 12:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tveir afar öflugir miðjumenn á óskalista Chelsea fyrir næsta sumar, ef marka má frétt Evening Standard.

Todd Bohely, nýr bandarískur eigandi Chelsea, er afar metnaðarfullur. Hann vill halda áfram að dæla peningum í liðið, líkt og hann gerði í sumar.

Getty Images

Jude Bellingham er á lista Chelsea fyrir næsta sumar. Það verður þó allt annað en auðvelt að klófesta hann. Þessi 19 ára gamli miðjumaður er einnig á óskalista félaga á borð við Manchester City, Manchester United, Liverpool og Real Madrid.

Takist Chelsea ekki að fá Bellingham er þó annar maður á óskalistanum einnig. Er það Declan Rice, miðjumaður West Ham.

Getty Images

Rice er uppalinn hjá Chelsea. Hann er aðeins 23 ára gamall en hefur verið orðaður við stærri félög í nokkur ár.

Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur framtíðaráfangastaður Rice, sem og Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má