Það eru tveir afar öflugir miðjumenn á óskalista Chelsea fyrir næsta sumar, ef marka má frétt Evening Standard.
Todd Bohely, nýr bandarískur eigandi Chelsea, er afar metnaðarfullur. Hann vill halda áfram að dæla peningum í liðið, líkt og hann gerði í sumar.
Jude Bellingham er á lista Chelsea fyrir næsta sumar. Það verður þó allt annað en auðvelt að klófesta hann. Þessi 19 ára gamli miðjumaður er einnig á óskalista félaga á borð við Manchester City, Manchester United, Liverpool og Real Madrid.
Takist Chelsea ekki að fá Bellingham er þó annar maður á óskalistanum einnig. Er það Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Rice er uppalinn hjá Chelsea. Hann er aðeins 23 ára gamall en hefur verið orðaður við stærri félög í nokkur ár.
Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur framtíðaráfangastaður Rice, sem og Chelsea.