Karim Benzema, framherji Real Madrid, mætti með rándýrt úr á Ballon d’Or verðlaunahátíðina á dögunum.
Franski framherjinn bar sigur úr býtum og hlaut sjálf Ballon d’Or verðlaunin í fyrsta sinn.
Úrið sem Benzema mætti með kostar því sem nemur rúmum 70 milljónum íslenskra króna.
Það sem vekur athygli miðla úti er að Robert Lewandowski, sem gekk í raðir erkifjenda Real Madrid í Barcelona í sumar, mætti með úr sem er metið á um 8400 íslenskrar krónur.
Úr Benzema var því meira en átta þúsund sinnum dýrara en úr Lewandowski.
Myndir af köppunum með úrin sín fylgja fréttinni.