Það er staðfest að Steven Gerrard sé búinn að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari Aston Villa.
Gengi Villa undir stjórn Gerrard hefur lítið batnað undafnarnar vikur en liðið tapaði 3-0 gegn Fulham á útivelli í kvöld.
Villa spilaði rúman hálftíma manni færri en Douglas Luiz fékk að líta rauða spjaldið á 62. mínútu.
Villa er í 17. sæti deildarinnar ogb hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.
Gerrard byrjaði ágætlega með Villa eftir að hafa komið frá Rangers en hann tók við í fyrra.