fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Staðfest að knatthús verði reist á Ásvöllum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 15:00

Mynd: Haukar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var staðfest á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sem haldinn var í dag, 20. október, að fyrirliggjandi tilboð í byggingu knatthúss fyrir Hauka á Ásvöllum hefði verið samþykkt. Félagið staðfestir þetta í dag.

Haukar hafa lengi óskað eftir betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar og nú er ljóst að svo verður með nýju knatthúsi.

Húsið mun kosta 3,4 milljarða. Á móti afsala Haukar sér þó hluta af skipulögðu íþróttasvæði undir íbúabyggð. Lóðin var seld á um 1,3 milljarða króna.

Yfirlýsing Hauka
Gleðifréttir, knatthús rís á Ásvöllum.

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast af fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sem haldinn var í dag, 20. október, að fyrirliggjandi tilboð í byggingu knatthússins hefði verið samþykkt. Íslenskir Aðalverktakar hf. áttu lægsta tilboð í byggingu hússins og var tilboðsfjárhæðin 3.4 milljarðar og því ljóst að gengið verður til saminga við fyrirtækið. Haukar hafa lengi óskað eftir betri aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun á Ásvöllum og samþykkt bæjarráðs frá í morgun er því mikið fagnaðarefni.

Knattspyrnufélagið Haukar afsalaði sér hluta af skipulögðu íþróttasvæði félagsins undir íbúðabyggð til stuðning verkefninu, en lóðin var selt til byggingarfélags fyrir um 1,3 milljarða króna.

Langþráður draumur um byggingu myndarlegs knatthúss er því að verða að veruleika.

Knattspyrnufélagið Haukar þakkar bæjaryfirvöldum fyrir þann stórhug að hefja byggingu knatthúss sem svo sannarlega mun efla og styrkja möguleika til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar á Ásvöllum og styrkja þannig enn frekar innviðauppbyggingu í nærumhverfi Ásvalla.

Áfram Haukar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má