fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Ronaldo geti tekið Messi sér til fyrirmyndar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 14:30

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor segir að Cristiano Ronaldo geti tekið Lionel Messi sér til fyrirmyndar, nú þegar kapparnir eru komnir á efri árin í fótboltanum.

Ronaldo er í aukahlutverki hjá Manchester United. Hann kom ekki við sögu í leik gegn Tottenham í gær. Hann strunsaði af Old Trafford áður en leiknum lauk.

Messi er kominn til Paris Saint-Germain í Frakklandi en er ekki langstærsta stjarna liðsins líkt og hann var hjá Barcelona.

Þeir tveir eru af mörgum taldir bestu knattspyrnumenn allra tíma.

„Ég hef horft mikið á leiki með PSG og Messi er oft tekinn af velli. Hann býr ekki til neitt atriði í kringum það. Hann gengur af velli, tekur í höndina á stjóranum og fær sér sæti á bekknum,“ segir Agbonlahor.

„Þó svo að þú sért stórkostlegur leikmaður getur þú ekki hugsað að það sé ekki hægt að taka þig út af.

Ef þú ert ekki að standa þig eru aðrir sem geta komið og tekið þitt sæti. Þú verður bara að höndla þetta betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má