Mál Cristiano Ronaldo frá því gær heldur áfram að þróast, nú greina ensk blöð frá því að hann hafi neitað að spila.
Erik ten Hag ætlaði að setja Ronaldo inn á völlinn í sigrinum gegn Tottenham. Því hafnaði Ronaldo.
United vann frábæran 2-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í gær. Liðið er komið með nítján stig í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.
Ronaldo var hins vegar ónotaður varamaður í gær. Hann hefur verið í algjöru aukahlutverki á þessari leiktíð, eftir að hafa reynt hvað hann gat til að komast í burtu síðasta sumar.
Hann strunsaði út af leikvanginum áður en lokaflautið gall.
Ekki er ljóst hvort eða hvernig Erik ten Hag, stjóri United, mun refsa honum. Ronaldo var í hið minnsta mættur til æfinga í dag.