Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United mun æfa einn á næstunni og þá verður hann ekki hluti af leikmannahópi Manchester United sem mætir Chelsea um helgina eftir að hafa neitað að koma inn á gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta segir í yfirlýsingu frá Manchester United.
Ronaldo yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United fyrir leikslok gegn Tottenham í gær þar sem hann var ónotaður varamaður, fyrr í dag kom síðan í ljós að hann hefði neitað að koma inn á.
Í yfirlýsingu frá Manchester United vegna málsins segir að Ronaldo muni nú æfa einn og þá mun hann ekki vera í leikmannahópi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvaldeildinni um helgina. Restin af leikmannahópnum sé með fulla einbeitingu á verkefnið fram undan.
Það er Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins sem hefur tekið þessa ákvörðun og í yfirlýsingu Manchester United segist félagið styðja ákvörðun knattspyrnustjórans. Ronaldo sé samt sem áður talinn mikilvægur hlekkur í leikmannahópi félagsins.
Ronaldo mætti fyrr í dag á æfingasvæði Manchester United, degi eftir að hafa komið sér í fyrirsagnirnar af neikvæðum ástæðum. Hann hefur legið undir mikilli gagnrýni knattspyrnusérfræðinga í dag.
Cristiano will be banished from first-team squad after refusing to come on against Tottenham Hotspur.#MUFC statement confirms he won’t be part of Chelsea squad. @TheAthleticUK understands he won’t train with seniors either.
Erik ten Hag’s call.https://t.co/tSK8Q79k5y
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) October 20, 2022