Thierry Henry telur að Marcus Rashford væri búinn að skora mun fleiri mörk fyrir Manchester Untied ef hann bæri sig öðruvísi að fyrir framan markið.
Henry, sem sjálfur skoraði ófá mörkin fyrir Arsenal, Barcelona og fleiri lið, segir að Rashford eigi það til að einbeita sér að því að skjóta of fast þegar hann kemst í færi.
„Kraftur er ekki alltaf lausnin. Kláraðu bara færið, legðu hann,“ segir Frakkinn, sem í dag starfar sem sérfræðingur í kringum knattspyrnu.
Þarna var hann að ræða færi sem Rashford fékk í leik United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
United átti frábæran leik og vann fremur þægilegan 2-0 sigur.