Albert Sambi Lokonga, leikmaður Arsenal, er ekki ánægður með stöðu sína í belgíska landsliðinu undir Roberto Martinez.
Lokonga á að baki einn landsleiki fyrir Belgíu en hann kom til Arsenal frá belgíska félaginu Anderlecht í fyrra.
Í mars var Lokonga hluti af liði Belgíu sem mætti Írlandi og Búrkína Fasó en fékk ekki að spila eina mínútu og var ekki í hóp í seinni leiknum.
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er ekki vinsæll hjá Lokonga þessa dagana en hann var óánægður með vinnusemi leikmannsins.
,,Ég hringdi í Martinez eftir landsleikina í mars. Ég var svo pirraður. Í eitt augnablik hugsaði ég að ég hefði engan áhuga á að spila fyrir landsliðið lengur,“ sagði Lokonga.
,,Ég fékk óbragð í munninn. Martinez vill nota leikmenn sem spila reglulega fyrir sitt félagslið, hann var heldur ekki mjög ánægður með mína vinnu á æfingasvæðinu.“
,,Hann getur ekki horft á mig sem einhvern sem leggur sig ekki fram. Það væri of auðvelt að nota það sem afsökun. Hann getur ekki notað þannig hluti sem afsökun.“