Hin afar umdeilda Wanda Nara er gengin út á nýjan leik, ekki löngu eftir að hafa slitið sambandi við knattspyrnumanninn Mauro Icardi.
Wanda og Icardi hættu saman fyrir minna en mánuðu. Þau eiga tvö börn saman. Hún hefur einnig verið umboðsmaður framherjans síðustu ár.
Nú er Wanda hins vegar byrjuð með 22 ára gamla rapparanum sem ber listamannanafið L-Gante.
Sá er argentískur, líkt og Icardi.
Wanda hefur þegar birt mynd af sér með L-Gante þar sem þau eru að kyssast. Þar með staðfestir hún sambandið.
Icardi er leikmaður Galatasaray í Tyrklandi. Hann gekk í raðir félagsins í sumar á láni frá Paris Saint-Germain.