Halldór B. Jóhannsson formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál sambandsins á síðasta stjórnarfundi sambandsins en fundargerðin var loks birt í vikunni.
Halldór fór yfir árangur þess að ráða tímabundinn starfsmann í dómaramál, en því starfi lauk í lok september.
Halldór bar upp þá tillögu að KSÍ innheimti ferðakostnað dómara í samræmi við grein 19.7. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:
„Af hverjum leik sem fram fer í efstu-, 1.-, 2.-, 3.- og 4. deild karla og efstu-. 1.- og 2. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild. KSÍ ákveður upphæð þessa gjalds í ofangreindum deildum og greiðslur til dómara vegna uppihaldskostnaðar og aksturs eigin bifreiða…,“ segir í fundargerð KSÍ.
„Þær tekjur sem þannig væru innheimtar yrðu nýttar í að fjármagna nýtt stöðugildi í dómaramálum og styðja þannig við starfsemi aðildarfélaga. Stjórn samþykkti að vísa tillögu Halldórs til fjárhags- og endurskoðunarnefndar,“ segir einnig.