fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

,,Haaland væri ekki að skora eins mikið í fjórðu efstu deild“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 18:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland myndi ekki skora 60 mörk í fjórðu efstu deild Englands að sögn Paul Merson, fyrrum leikmanns Arsenal.

Merson var frábær miðjumaður á sínum tíma en hann telur að Haaland myndi ekki skora eins mörg mörk ef hann fengi ekki eins góða þjónustu.

Haaland fær auðvitað frábæra þjónustu hjá Manchester City og hefur skorað 15 mörk í 10 leikjum fyrir liðið til þessa og einnig þrjár þrennur.

Það er þó liðsfélögum Haaland að þakka að sögn Merson sem segir að Norðmaðurinn myndi ekki skora eins mikið í League 2, fjórðu efstu deild enska pýramídans.

,,Hann þarf þjónustu. Allir tala um hversu frábær hann er og hversu góður hann er að koma sér í stöður og hversu kraftmikill hann er,“ sagði Merson.

,,Ef hann fær boltann ekki á silfurfati þá skiptir ekki máli hversu góðar hreyfingar hann er með, hann fær ekki boltann. Hann myndi ekki skora 60 mörk í League 2 og ég segi það sem fyrrum stjóri Walsall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má