Arsenal 1 – 0 PSV
1-0 Granit Xhaka(’71)
Arsenal er komið í næstu umferð Evrópudeildarinnar en liðið spilaði við hollenska félagið PSV í kvöpld.
Um var að ræða frestaðan leik í keppninni og hafði Arsenal betur sannfærandi en þó aðeins 1-0 á heimavelli.
Granit Xhaka gerði eina mark leiksins fyrir Arsenal í seinni hálfleik til að tryggja farseðilinn í útsláttarkeppnina.
Arsenal var miklu betri aðilinn í leiknum en vörn PSV stóð lengi fyrir sínu þó svo það hafi ekki dugað að lokum.
Arsenal er með 12 stig á toppi riðilsins, fimm stigum á undan PSV sem er í því öðru.