Drög að samningum við landsliðsmenn og starfsmenn landsliða voru lögð til á fundi stjórnar KSÍ á dögunum.
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur farið með þessa vinnu en samningurinn á taka fyrir hegðun og framkomu landsliðsfólks.
Vinnan fór af stað eftir að leikmenn landsliðsins voru sakaðir um kynferðislegt ofbeldi á síðasta ári. Óvíst hvernig samningurinn mun líta út en KSÍ hefur ekki viljað gefa það upp.
Úr fundargerð KSÍ:
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður fór yfir stöðuna varðandi Þjóðarleikvang.
b. Rætt var um viðmiðunarreglur KSÍ og reglur og aðgerðaráætlun embættis Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.
c. Rætt var um samninga við leikmenn og starfsmenn landsliða og lögð fram drög til skoðunar milli funda.