Barcelona fylgist með gangi mála hjá Diogo Dalot, bakverði Manchester United, ef marka má spænska miðla í dag.
Samningur hins 23 ára gamla Dalot á Old Trafford rennur út næsta sumar. Hann getur því farið frítt þá ef hann skrifar ekki undir.
Dalot hefur heillað á þessu tímabili og gæti því vel fengið nýjan samning hjá United.
Barcelona hefur áhuga á því að styrkja hægri bakvarðastöðuna hjá sér og gæti Dalot reynst góður kostur þar.
Eins og flestir vita eru Börsungar í miklum fjárhagsvandræðum. Það hefur áður komið fram að félagið leitast eftir því að fá inn leikmenn sem eru að renna út á samningi næsta sumar.
Portúgalinn Dalot gæti því smellpassað inn í þær hugmyndir Katalóníumanna.