Wolves hefur beðið um leyfi að fá að ræða við Michael Beale, aðalþjálfara QPR, um að taka hugsanlega við stjórn liðsins.
Bruno Lage var látinn fara frá Úlfunum fyrr á tímabilinu og félagið því í stjóraleit.
Nuno Espirito Santo var orðaður við endurkomu í stjórastólinn á dögunum en það þykir nú ólíklegt að af verði.
Beale tók við QPR í sumar og hefur liðið verið að gera góða hluti undir hans stjórn. Það er í toppbaráttu í ensku B-deildinni.
Wolves situr í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki.
BREAKING 🚨: Wolves are expected to request permission from QPR to speak to head coach Michael Beale about their vacant managerial position 🐺🟠 pic.twitter.com/vGqlv1dG5r
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 19, 2022