Viðar Örn Kjartansson komst á blað í Grikklandi í kvöld er Atromitos spilaði við Tripolis í gríska bikarnum.
Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Atromitos í leiknum en Viðar hóf viðureignina á bekknum.
Leikurinn var framlengdur en Viðar skoraði annað mark Atromitos í leik sem lauk með 3-1 sigri.
Við fengum annað íslenskt mark í Svíþjóð en Arnór Ingvi Traustason gerði fyrra mark Norrköping í 2-0 sigri á Helsingborg.
Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði með Hacken á sama tíma sem vann 2-1 útisigur á AIK. Hacken er á toppnum með 57 stig, átta stigum frá Hammarby sem er í öðru sæti.
Mikael Egill Ellertsson spilaði með Spezia í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið vann 3-1 sigur á Brescia.
Miðjumaðurinn var í byrjunarliði Spezia og spilaði 83 mínútur. Liðið er komið í 16-liða úrslit og mætir þar Atalanta.