Það er búist við því að Erik ten Hag stjóri Manchester United hendi Cristiano Ronaldo aftur á bekkinn í kvöld.
Ronaldo byrjaði gegn Newcastle um helgina en var kippt af velli í markalausu jafntefli.
Marcus Rashford hafði glímt við veikindi og treysti sér ekki til að byrja en hann gæti byrjað gegn Tottenham í kvöld.
United þarf á sigri að halda til að halda í við Tottenham og fleiri lið sem eru að berjast á toppi deildarinnar.
Líklegt byrjunarlið United er hér að neðan.