Valur hefur rift samningi sínum við danska varnarmanninn, Jesper Juelsgård en frá þessu er greint á Vísir.is.
Vísir hefur samkvæmt heimildum að Valur hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Jesper og að það hafi komið honum í opna skjöldu.
Jesper kom til Vals fyrir tímabilið og hefur átt ágætis spretti en Arnar Grétarsson er að taka við sem þjálfari liðsins.
Arnór Smárason og Sebastian Hedlund að verða samningslausir og fá ekki boð um nýjan samning samkvæmt Vísi.
Þá er Heiðar Ægisson búin að gera samkomulag um að rifta samningi hans en hann kom til Vals fyrir þessa leiktíð.
Sigurður K Pálsson framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar Vals staðfesti þessi tíðindi við 433.is að búið væri að rifta við Jesper.