Adama Traore vill snúa aftur til Spánar í sumar. AS segir frá.
Hinn 26 ára gamli Traore er á mála hjá Wolves, þar sem hann hefur verið síðan 2018.
Traore lék að vísu á láni hjá Barcelona seinni hluta síðustu leiktíðar. Honum leið vel þar og langar aftur til Spánar, hvort sem það er aftur til Börsunga eða í annað félag í La Liga.
Samningur kantmannsins við Wolves rennur út næsta sumar og getur hann farið frítt þá.
Traore hefur spilað átta leiki með Wolves á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.