Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það fór fram stórleikur á Old Trafford.
Þeir Fred og Bruno Fernandes skoruðu mörk Man Utd í leiknum er liðið hafði betur, 2-0.
Athygli vekur að Cristiano Ronaldo kom ekkert við sögu í leiknum og var ekki lengi að yfirgefa völlinn.
Ronaldo strunsaði inn í búningsklefa á 89. mínútu og hafði lítinn áhuga á því að fagna með liðsfélögunum.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var spurður út í atvikið eftir leik en hann tók eftir því sem gerðist.þ
,,Ég mun sjá um þetta mál á morgun, ekki í kvöld. Við ætlum að fagna þessum sigri,“ sagði Ten Hag.