Manchester United er yfir gegn Tottenham þessa stundina en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er 1-0 fyrir Man Utd en Brasilíujmaðurinn Fred skoraði eina markið snemma í seinni hálfleik.
Man Utd var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og átti alls 19 marktilraunir sem er það mesta sem sést hefur undir Erik ten Hag.
Liðinu mistókst þó að koma knettinum í netið í fyrri hálfleiknum en var verulega ógnandi fram á við.
Ten Hag tók við liðinu í sumar og með sigri í kvöld fer liðið í 19 stig úr 10 fyrstu leikjunum.
#MUFC had more shots in the first-half against Spurs (19) than they have managed in any other full match under Erik ten Hag.
Dominant. pic.twitter.com/RE3Ihmc8E8
— talkSPORT (@talkSPORT) October 19, 2022