Real Madrid var í engum vandræðum á Spáni í kvöld er liðið heimsótti Elche.
Real er besta lið Spánar þessa dagana og sannaði það um helgina með sigri í El Clasico gegn Barcelona.
Meistararnir voru ekki í vandræðum með Elche í kvöld og unnu 3-0 sigur þar sem Karim Benzema var meðal markaskorara.
Benzema vann nýlega Ballon d’Or verðlaunin og fagnaði því með að skora annað markið í sigrinum.
Federico Valverde og Marco Asensio komust einnig á blað fyrir gestina sem eru með sex stiga forskot á toppnum.