Jóhann Berg Guðmundsson nýtti tækifærið hjá Burnley í kvöld er hann kom við sögu í leik gegn Birmingham.
Jói Berg var á varamannabekk Burnley í kvöld en var settur inná í stöðunni 0-0 á 74. mínútu.
Landsliðsmaðurinn var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og skoraði aðeins fjórum mínútum síðar.
Markið var ansi laglegt en Jói Berg lagði boltann snyrtilega í fjærhornið framhjá markverði heimaliðsins.
Markið má sjá hér.
Alvöru JBG snudda @Gudmundsson7 pic.twitter.com/C0LdFySYTu
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 19, 2022