Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það fór fram stórleikur á Old Trafford.
Man Utd var með mikla yfirburði í þessum leik og átti til að mynda 19 marktilraunir í fyrri hálfleik.
Fyrsta markið var skorað á 47. mínútu en Fred kom þá boltanum í netið fyrir heimamenn.
Á 69. mínútu var staðan orðin 2-0 en Portúgalinn öflugi Bruno Fernandes kom boltanum þá í netið.
Það reyndist síðasta mark leiksins og vinna Rauðu Djöflarnir sterkan heimasigur á Tottenham liði sem situr í þriðja sæti.
Athygli vekur að Cristiano Ronaldo kom ekkert við sögu í leiknum og var ekki lengi að yfirgefa völlinn.
Ronaldo strunsaði inn í búningsklefa á 89. mínútu og hafði lítinn áhuga á því að fagna með liðsfélögunum.
Cristiano Ronaldo’s departure before the end of the match is very angry!
— 7. (@qi00ii) October 19, 2022