Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, er með ráð fyrir vængmenn liðsins og vill sjá þá gera betur í vetur.
Ferdinand er ekki ánægður með hvernig vængmenn Man Utd spila og segir þeim að vera meira eins og Bukayo Saka, leikmaður Arsenal.
Saka hikar ekki við að reyna að komast framhjá bakverðum andstæðingsins, eitthvað sem gerist sjaldan hjá Man Utd að sögn Ferdinand.
,,Eins og hann spilar í dag, það er ekki hægt að horfa framhjá Saka á hægri vængnum,“ sagði Ferdinand.
,,Hann er vængmaður og þegar hann fær boltann, það fyrsta sem hann hugsar er að komast framhjá varnarmanninum. Við hjá Man Utd erum ekki með þetta ímyndunarafl.“
,,Þegar við komumst í sömu stöðu þá eru leikmenn að leita til baka, þeir eru ekki að ráðast á bakverði. Saka er einn sá besti að gera það í dag í deildinni.“
,,Hann ákveður að komast framhjá þér og þessa stundina eru okkar vængmenn ekki að gera það sama.“