Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur svarað Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, sem tjáði sig um liðið í vikunni.
Klopp vill meina að Newcastle geti gert hluti á félagaskiptamarkaðnum sem Liverpool getur ekki jafnað en fyrrnefnda liðið er nú eitt af þeim ríkustu í heimi.
Newcastle hefur þó verið rólegt á markaðnum hingað og virðist ætla að byggja upp sterkt lið hægt og rólega frekar en snögglega.
Howe segir að Klopp og fleiri þurfi að passa hvað þeir segi opinberlega varðandi eyðslu liðsins en planið er ekki næla í dýrstu leikmenn heims til að byrja með.
,,Við erum með góða stjórn á launakostnaðinum. Við erum að reyna að gera þetta stöðuglega,“ sagði Howe.
,,Við höfum eytt peningum í leikmenn en ekki meira en önnur lið í úrvalsdeildinni. Sumir þurfa að vanda orðin og skoðanir.“
,,Metnaðurinn er mikill en hann er til lengri tíma, við erum að reyna allt til að vera til staðar fyrir okkar núverandi leikmenn. Við erum langt frá því að vera þar sem við viljum vera.“