Egyptaland, Grikkland og Sádi-Arabía eru sögð vera að undirbúa umsókn um að halda Heimsmeistaramótið 2030.
Fengju löndin að halda mótið yrði það að öllum líkindum haldið að vetri til, líkt og HM í ár, sem fram fer í Katar í nóvember og desember.
HM í ár er það síðasta með 32 liðum. Á mótinu eftir fjögur ár verða 48 lið.
Það má því búast við því að algengara verði að fleiri lönd haldi HM saman á næstunni. Fleiri lið þýða auðvitað fleiri leikir og stærra umfang.
HM 2026 verður það fyrsta með 48 lið. Það verða einmitt þrjú lönd sem munu halda það saman, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.
Þegar hafa nokkur lönd sóst eftir því að halda HM 2030. Marokkó hefur sótt um að halda mótið. Þá sækja Spánverjar og Portúgalir um að halda mótið saman. Loks vilja Argentína, Chile, Paragvæ og Úrúgvæ einnig halda mótið árið 2030.