Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 3/2022 – Knattspyrnudeild Víkings gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ – og kveðið upp dóm.
Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar frá 12. október 2022 um heimaleikjabann knattspyrnuliðs Víkings R. í mfl. karla í einum leik er felldur úr gildi. Sekt knattspyrnudeldar Víkings R. að upphæð kr. 200.000 stendur óhögguð.
Bannið fékk Víkingur upphaflega vegna hegðunnar stuðningsmanna félagsins á bikarúrslitaleiknum gegn FH í byrjun mánaðar.
Sektin hlaust af sömu ástæðu en sem fyrr segir stendur hún.
Víkingur sigraði bikarúrslitaleikinn sem um ræðir gegn FH. Þar með varði liðið titil sinn og hefur nú unnið hann þrjú skipti í röð.