Áhorfandi kastaði flugeldi inn á völlinn í leik Barrow og Carlisle í neðri deildar-bikarnum á Englandi í gær.
Leikurinn var stöðvaður í átján mínútur vegna atviksins. Sökudólgurinn hefur ekki verið fundinn en þó hefur einn verið handtekinn, grunaður um að hafa kastað flugeldinum inn á völlinn.
Flugeldurinn sprakk inni á vellinum og ljóst að verr hefði getað farið.
Barrow hefur heitið því að banna sökudólginn frá velli sínum að eilífu, þegar hann er fundinn.
Svo fór að heimamenn í Barrow unnu leikinn 2-0.
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar flugeldinum var kastað inn á völlinn.
Fireworks thrown on by Barrow fans. #cufc pic.twitter.com/TnKP2Xarr0
— Ry (@RyCUFC) October 18, 2022