Manchester United-goðsögnin Rio Ferdinand vill fá meira frá kantmönnum liðsins á þessu tímabili.
Antony og Jadon Sancho hafa verið á köntunum hjá United. Hafa þeir ekki heillað Ferdinand miðað við nýjustu ummæli hans.
„Því miður eru kantmennirnir okkar ekki að ganga frá bakvörðum eða að stinga þá af,“ segir þessi fyrrum miðvörður United til margra ára.
„Bestu liðin, sigurvegararnir, vilja fá menn einn á einn, bíða eftir því augnabliki í leiknum,“ segir hann jafnframt.
Ferdinand vill sjá kantmenn United fara að fordæmi Bukayo Saka, leikmanns Arsenal.
„Saka gerir þetta betur en flestir í deildinni. Hann fær bakvörð í sér og segir „ég ætla framhjá þér.“ Sem stendur erum við ekki með leikmenn sem gera það.“
United er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.