Fjórum leikjum var nú að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en það var ekki mikið af mörkum á boðstólnum í þessum viðureignum.
Liverpool vann sinn leik á Anfield gegn West Ham þar sem Darwin Nunez skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
West Ham fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Jarrod Bowen klikkaði og sá Alisson í marki Liverpool verja spyrnuna.
Chelsea mistókst á sama tíma að skora gegn Brentford en liðin gerðu markalaust jafntefli í nokkuð bragðdaufum leik.
Newcastle lagði þá Everton með einu marki gegn engu og Southampton vann Bournemouth einnig, 1-0.
Liverpool 1 – 0 West Ham
1-0 Darwin Nunez(’23)
Brentford 0 – 0 Chelsea
Newcastle 1 – 0 Everton
1-0 Miguel Almiron(’31)
Bournemouth 0 – 1 Southampton
0-1 Che Adams(‘9)