fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Nunez hetja Liverpool á Anfield – Chelsea mistókst að skora

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 20:28

Nunez fagnar í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum var nú að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en það var ekki mikið af mörkum á boðstólnum í þessum viðureignum.

Liverpool vann sinn leik á Anfield gegn West Ham þar sem Darwin Nunez skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

West Ham fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Jarrod Bowen klikkaði og sá Alisson í marki Liverpool verja spyrnuna.

Chelsea mistókst á sama tíma að skora gegn Brentford en liðin gerðu markalaust jafntefli í nokkuð bragðdaufum leik.

Newcastle lagði þá Everton með einu marki gegn engu og Southampton vann Bournemouth einnig, 1-0.

Liverpool 1 – 0 West Ham
1-0 Darwin Nunez(’23)

Brentford 0 – 0 Chelsea

Newcastle 1 – 0 Everton
1-0 Miguel Almiron(’31)

Bournemouth 0 – 1 Southampton
0-1 Che Adams(‘9)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur fær sekt og er dæmt tap

Víkingur fær sekt og er dæmt tap
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur
433Sport
Í gær

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“
433Sport
Í gær

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea