Manchester United 2 – 0 Tottenham
1-0 Fred(’47)
2-0 Bruno Fernandes(’69)
Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það fór fram stórleikur á Old Trafford.
Man Utd var með mikla yfirburði í þessum leik og átti til að mynda 19 marktilraunir í fyrri hálfleik.
Fyrsta markið var skorað á 47. mínútu en Fred kom þá boltanum í netið fyrir heimamenn.
Á 69. mínútu var staðan orðin 2-0 en Portúgalinn öflugi Bruno Fernandes kom boltanum þá í netið.
Það reyndist síðasta mark leiksins og vinna Rauðu Djöflarnir sterkan heimasigur á Tottenham liði sem situr í þriðja sæti.
Eftir leikinn er Man Utd í fimmta sætinu og er fjórum stigum á eftir Tottenham og á leik til góða.