Það er bull að Chelsea sé að reyna að losna við miðjumanninn Denis Zakaria sem fyrst en hann kom til félagsins í sumar.
Þetta segir Graham Potter, stjóri Chelsea, en Zakaria hefur ekki spilað eina mínútu fyrir bláliða hingað til.
Zakaria kom til enska félagsins á láni frá Juventus í sumar en þá var Thomas Tuchel við stjórnvölin en Potter tók síðar við.
Talað hefur verið um að Chelsea ætli að senda Zakaria aftur til Juventus í byrjun næsta árs en Potter neitar fyrir þær sögusagnir.
,,Við höfum ekki teið neina ákvörðun. Denis hefur verið hluti af hópnum, hann æfir vel og er tilbúinn að hjálpa liðinu,“ sagði Potter.
,,Augljóslega þá er samkeppni í þessari stöðu, við höfum þó ekki talað um neitt af þessu. Hann er mikilvægur hluti af liðinu og er þolinmóður.“
,,Hann reynir að hjálpa liðinu á hliðarlínunni og hann bíður eftir tækifærinu.“