Það bendir allt til þess að Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig, sé á leið til Chelsea fyrr eða síðar.
Fyrr í haust var sagt frá því að félögin tvö hafi þegar náð samkomulagi og að Nkunku hafi staðist læknisskoðun hjá Lundúnafélaginu.
Hinn 24 ára gamli Nkunku er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig sem gerir honum kleift að fara fyrir 60 milljónir evra.
Nú segir Mirror frá því að Chelsea vilji fá Frakkann strax í janúar frekar en næsta sumar. Vonast félagið til að Leipzig gefi grænt ljós á það.
Nkunku hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Hann kom frá Paris Saint-Germain í heimalandinu, en hann er uppalinn hjá Parísarfélaginu.