Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en alls eru fimm leikir spilaðir á þessu fína miðvikudagskvöldi.
Fjórir leikir hefjast klukkan 18:30 en 45 mínútum síðar spilar Manchester United við lið Tottenham á Old Trafford.
Tottenham er fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, sjö stigum á undan Man Utd sem er í því fimmta.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Fred, Antony, Fernandes, Sancho, Rashford
Tottenham: Lloris, Romero, Dier, Davies, Doherty, Hojbjerg, Bentancur, Bissouma, Perisic, Son, Kan