Framherjinn Hrvoje Tokic hefur yfirgefið lið Selfoss í Lengjudeildinni en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Tokic var talinn einn besti leikmaður næst efstu deildar en samningi hans við Selfoss var rift.
Tokic spilaði með Selfyssingum í fjögur ár og skoraði tæplega 100 mörk fyrir félagið á þeim tíma.
Selfoss þakkar Tokic fyrir vel unnin störf en ljóst er að hann verður eftirsóttur fyrir næstu leiktíð.
Takk Tokic🫶 pic.twitter.com/LZQFBhsdmu
— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) October 18, 2022