Liverpool vann stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er liðið spilaði við Manchester City á Anfield. Liverpool hefur verið í töluverðri lægð síðustu tvo mánuði og er langt frá toppsætinu eftir tíu umferðir.
Eitt mark var skorað á Anfield en það gerði Egyptinn Mohamed Salah þegar 76 mínútur voru komnar á klukkuna.
Svo virðist sem markið hefði mögulega átt að fara í VAR en Salah virðist í aðdraganda marksins handleika knöttinn.
Salah snéri þá Joao Cancelo af sér og við það virðist boltinn skoppa í hönd hans en markið fékk að standa.
Woooooooooooooooow. Really @premierleague ??? pic.twitter.com/mLc9q52cHk
— . (@ferranholic) October 17, 2022